Best er að brjóta námskeiðið niður á 4 vikur.
Lestu vel og vandlega yfir skjalið: Námskeiðið útskýrt.
Þar færð þú ítarlegar útskýringar til þess að hafa til hliðsjónar með kennslumyndböndunum.
Mikilvægt er að fara eftir æfingaáætluninni og þú getur horft á þau myndbönd sem æfingaplaninu fylgja eins oft og þú þarft til þess að ná tökum á æfingunum.
Prentaðu út fjögur eintök af Sigrum streituna - Dagbók. Við mælum hiklaust með að þú skráir niður allar æfingar og þær breytingar sem þú upplifir hverju sinni til þess að fylgjast með framförum. Dagbókarformið finnur þú í kaflanum "Áður en þú hefst handa" hér að ofan.
Gangi þér vel!