Sigraðu streituna í eitt skipti fyrir öll!

Með öndun og æfingum sem:
  • draga úr streitu og kvíða
  • bæta líðan í stoðkerfi
  • bæta svefngæði
  • auka andlegt jafnvægi
  • draga úr vöðvaspennu
  • efla ónæmiskerfi
og hjálpa þér við að takast á við álag daglegs lífs með bros á vör.

"Ég mæli eindregið með námskeiðinu, ekki bara fyrir einstaklinga sem eru að kljást við kulnun eða örmögnun, heldur alla sem finna einhvern tímann fyrir streitu eða álagi og vilja læra einfaldar, góðar aðferðir til að ná tökum á líðan sinni og róa taugakerfið."
Birna M.

Námskeiðið felur í sér:
4 vikna æfingaáætlun, fræðslu, öndunar- og liðleika æfingar sem draga úr streitu, létta á vöðvabólgu og stoðkerfisverkjum.

Umsagnir þátttakenda

"Í byrjun nóvember var ég ekki á góðum stað í lífinu eiginlega gekk ég á vegg. Komst ekki í vinnu, var mjög brotin og eiginlega búin að glata sjálfri mér. Var send í veikindaleyfi og er búin að vera síðan þá. Held ég hafi sótt námskeiðið alveg á hárréttum tíma og náð frábærum árangri, sem ég ÆTLA að viðhalda og bæta mig enn meira með öndun og æfingum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og gott veganesti. Alveg hreint út sagt frábærlega samsett námskeið. Takk fyrir mig."

Kristbjörg L.

"Í byrjun október eftir mikla þrjósku við að viðurkenna það fyrir mér að ég væri uppfull af kvíða og streitu lenti ég á vegg og fór í kjölfarið í
veikindaleyfi frá vinnu. í leit minni að hjálp skráði ég mig í einkatíma hjá Írisi Huld hjá Primal og VÁ breytingin sem ég hef upplifað er dásamleg.
Frá því að komast varla framúr rúminu vegna hræðslu og kvíða yfir í að vera mætt í vinnu einungis 3 vikum eftir skellinn. Öndunar- og
teygjuæfingarnar sem hún og Primal leggja áherslu á hafa bjargað mér á svo margan hátt.  Ég er rólegri, sef og hvílist betur og á auðvelt með að finna þegar óróleiki og stress læðist að mér. Íris er alveg frábært kennari og með
yndislega nærveru og útskýrir bæði æfingar og öndun á þægilegan og góðan hátt.
Eg skora á alla að leyfa sér að prófa þessa einkatíma.”

Hallgerður E.

"Ég mæli eindregið með námskeiðinu, ekki bara fyrir einstaklinga sem eru að kljást við kulnun eða örmögnun, heldur alla sem finna einhvern tímann fyrir streitu eða álagi og vilja læra einfaldar, góðar aðferðir til að ná tökum á líðan sinni og róa taugakerfið."

Birna M.

"Sigrum streituna er magnað námskeið. Ég fór inn í námskeiðið þreyttur, orkulaus og andlega þungur. Strax eftir fyrstu vikuna fann ég léttinn og viljann til þess að bæta mig. Þetta er fullkomið fyrir þá sem vilja fara hægt af stað í átt að betri líðan."

Guðmundur G.

"Sá sem raunverulega vill bæta heilsu sína ætti að prófa Sigrum streituna hjá Primal, kynnast þeirri frábæru nálgun sem þar er kennd af miklu fagfólki um grunninn að bæði líkamlegri og andlegri vellíðan."

Brynjar H

Sigrum streituna netnámskeið

Verð: 15.900 kr.
Smelltu á hnappinn fyrir nánari upplýsingar.

Sigrum streituna netnámskeið + 60 mínútur með þjálfara

Verð: 23.900 kr.
 ̶F̶u̶l̶l̶t̶ ̶v̶e̶r̶ð̶:̶ ̶31.̶8̶0̶0̶ ̶k̶r̶.̶